Ég tók mér frí frá akstri þessa helgi og bauð Ingu út á 101 Hotel að borða fórum svo í leikhús og sáum Sólarlandaferð svo á Næstabar og komum heim um miðnætti, tókum ekki sjens á neinni bílaleiguröð. Laugardaginn upp kl 0900 og á góða Ekvador kynningu .  Eftir hádegi tók ég sonarson minn Svavar Trausta með í jeppaferð um Hengilssvæðið og tók hann margar góðar myndir, þar sem afinn var að sýna honum hvernig hann var 17 ára að  leika sér. Hann er með ljósmyndadellu og er bara efnilegur  það er það sem hann ætlar að læra að verða bestur í.                                                 Sunnudagur vaknað snemma í logni og sól , hringdi í Dolla mág minn ,(fyrrum forsetabílstjóra) viltu koma á fjöll? Já, sagði Dolli og við drifum okkur á stað austur á Þingvöll ,Lyngdalsheiðina og stefnan sett á Skjaldbreið , en eftir því sem lengra leið upp hlíðar hennar því þyngra varð færið og endaði með því að við urðum að snúa við þar sem farið var að sjóða á v8 unni. Hölluðum okkur þá að nestinu ,Hituðum okkur kakó og nutum æðislegs útsýnis yfir vort fagra Ísland, í logni og sól.  Auðvit komum við dauðuppgefnir í bæinn sólbrendir og alsælir.  
Skráðu athugasemd