Gamlar færslur höfundar

Þeir sem koma inn á þessa síðu munu sjá verulegar breytingar á henni á næstu vikum, ég hef snilling mér við hlið sem hefur gaman af að hjálpa afanum og  gera lífið léttara, skemmtilegra og litskrúðugra og færi ég honum bestu þakkir fyrir.  

Comments Engar athugasemdir »

Þennan jeppa A-628 keyptum við Pabbi, Jóhannes Reykjalín, ég 1/3 og pabbi 2/3 þegar ég var 16 ára, þá var þetta kallað landbúnaðartæki og fylgdi með honum sláttuvél sem notuð var mikið við heyskap í sveitinni en hún því miður glataðist. Þegar ég fór til sjós og síðar náms var hann í stöðugri notkun pabba. Ég  er því búin að eiga hann í 50 ár nú í mars 2006.
Ég lærði á hann og tók próf 23. apríl ´57, þá 17  ára, þá kostaði 1 líter af bensíni 2kr. og 27 aura sá ég í dagbókum mínum frá þessum tímum. 1972 keypti ég Ford Maverik sportfólksbíl, í Ameríku  fyrir pabba (var þá í Ameríku siglingum) og eftir það dvínaði áhugi hans á Willýsnum, vélin búinn.  Hófst ég þá handa við að endursmíða hann, breyta og bæta,  heima í bílskúr.
Nú er hann með upptjúnnaða chevy 350 cc vél, Útboruð með kýlda stimpla og heitan knastás, 350 sjálfskiptingu, New prosess 205 millikassa, á 12″ br. felgum,  38″ dekkjum,  toppurinn og framrúðustykkið  af M.Bens ´65        fólksbíl,  ásamt  mælaborði en willys mælaborðið  undir á sínum stað. Dana 44 hásingum með 4.10 Nospin læsingum aftan og framan, Range Rover gormum, Bronco spyrnum  og Mitsubishi sætum.  Svo er ég nýbúinn að setja loftdælu við vélina, sem auðveldar mér að dæla í dekkin, eftir að hafa hleypt ótæpilega úr þeim, kanski niður fyrir pundið. ..
Ég er sem sagt  búinn að eiga þennan kjörgrip yfir 50 ár og fullyrði að hann hefur aldrei verið betri.
Ég hef ferðast á honum inn á hálendið bæði að vetri og sumri,lengsta æfintýraferðin var frá Vík, í Nýjadal norður og austur með Vatnajökli, fyir Ódáðahraun í sandstormi og í Herðubreiðalindir, aðeins keyrt undan honum nokkur pústurrör annað vart teljandi……..Útlendingar hafa alveg sérlega gaman af að taka af honum myndir.                                Þeir alveg sogast að honum. 

    Sá gamli   A- 628  1947.       Eftir breytingu  Y-3213  1986.

Comments Engar athugasemdir »