Á döfinni.

Í tilefni þess að ég verð 75 ára 1. Apríl í vor, er þetta að ske.

Núna í lok mars 2015 er væntanleg ný ljóðabók eftir mig sem ber nafnið Á lygnum sjó, í henni er að finna um 100 ljóð. Þar eru einnig textar við lög sem ég hef gert, ásamt teikningum eftir Kittý Bjarnadóttur

Einnig er verið að leggja síðustu hönd á disk með 12 lögum og textum eftir mig sem ég hef gert nú í vetur. Söngvarar á þeim diski eru Ari Jónsson, ( hinn kunni Rooftops söngvari). söngkonan Soffía Karlsdóttir, trúbador söngvarinn Edgard Smári, hin þjóðþekkta Þuríður Sigurðardóttir og Páll Rósinkrans.

Þetta er diskur sem þið öll ættuð að kaupa af mér, og njóta hans í botn.