Bestu nýárs óskir og þakka samfylgd
á líðandi ári.

Árið á enda, annað nýtt..
Nýr texti. H R.

Nú árið er liðið sem aldreii fyrr
og ekki mun snúa til baka.
Komið nú vindar með blússandi byr
:l: og blásið því langt út á klaka :l:

Margt sem ég ætlaði, engu að varð,
ég aumingja skapnum má glata.
Árið sem nú er að ganga í garð,
:l: það gefur mér vonir um bata :l:

Fagnandi lifi nú dag fyrir dag
og dái hve margt er að gerast.
Ég reyni að búa til lag eftir lag
:l: og láta það eyrna til berast:l:

Nærveru ástvina njótum öll vel,
nú er allt gamalt að baki.
Bræðralag eflum og bróðurlegt þel
:l: og biðjum að drottinn með vaki :l:

Skráðu athugasemd