Smá yfirlit.
Á afmælisdaginn minn 1. Apríl, verð þá 75 ára, kemur út ljóðabókin, Á lygnum sjó. Þetta eru 100 ljóð með gríni, glensi, alvöru og áróðri, sannleik og lausgyrtum skáldskap, já, og textum sem ég hef einnig gert lög við og eru sumir þeirra sungnir á nýja disknum, Lífið er dans.
2013 Gaf ég út Limruskjóðu með 65 limrum.
2012 gaf ég út diskinn Ljúfar stundir, 12 lög og textar frumsamdir. Er að verða uppseldur.
2012 Ljóðabókin, Út úr þokunni og þar áður og eftir, hef einnig átt ljóð í ljóðabókum sem við í Ljóðahóp Gjábakka, gefum út á hverju vori og verður það 15 árið í röð, nú í maí.
Svo er bara að vona að einhverjir hafi gaman af að lesa og hlusta já, slappa bara af.
Eitthvað fyrir alla. Ég bíð þér upp í dans.

Skráðu athugasemd