Vikulega sé ég og les um hörmung þá sem eiturlyfjum og neyslu þeirra fylgir.
Ungt fólk á framhaldsskóla virðist hafa góðan aðgang að þessum efnum en ekki allir nógu viljasterkir til að segja Nei takk.
Þetta er grunnurinn að þessu ljóði og vona að það hafi einhver áhrif.

TAKMARK

Nýttu vel tímann og núið
og notaðu hugans afl.
Hugarafl heilans er snúið
en hleypir þér inn á gafl.

Taktu þér allgóðann tíma
og takmark nýtt settu þér.
Þú átt við gamma að glíma,
sem götunum ráða hér.

Dópið það dömurnar meiðir,
og drengina leikur grátt.
Vinur í fyrstu þig veiðir,
í vasa hans ert am-bátt.

Dópið það deyfir og eyðir
og drepur allt nálægt sér.
Fagmenn og foreldrar leiðir,
frelsinu létta af þér.

Þú sem átt þung spor að baki
og þú sem í vanda ert.
Taktu nú sjálfa/n þig taki,
takmark er mikils vert.

Viljum öll sjá þig hér vinna
og verðmæti búa til.
Frumkvæði farðu að sinna,
þá færist þér allt í vil.

Með bestu kveðju.
Hafsteinn Reykjalin
Jóhannesson

Skráðu athugasemd