Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Nú fer í hönd skemmtilegasti tíminn á Íslandi, með bjartar nætur og fólk út um allar grundir, í allt frá tjöldum og upp í einbýlishús á hjólum. Hækkandi verðlag fer að leggjast með meiri og meiri þunga á almenning. Ljúft  og skemmtilegt eyðslufyllirí er á enda, enn menn greinir á um hvernig lendingin verður, mjúk eða brot. Vísustu menn hafa spáð allt að 30 % verðfalli á íbúðaverði á næstu misserum. Svona fréttir ættu að gleðja landann, og ungafólkið sem fer að kaupa sýna fyrstu íbúð, ætti að dansa  af kæti, en umræðan er öll á annan veg,  eins og allt sem lækkar sé af hinu illa og áhrifamenn í bisness berjast á móti lækkunum og að þær megi verða, það setji svo marga á hausinn. Verður það ekki að kallast sjálfskapar víti og óráð  þeirra sem gengu með bros á vör út frá bönkunum með 40-150 milljónir til húsnæðiskaupa og bættu við Landcruser og fellihýsi, snjósleða og kerru og margt fleira en ekki mikið hugsað til afborgana þegar sá tími kæmi. Bankarnir ,þ.e.a.s. stjórar þeirra, hafa farið offari svo og útrásarfyrirtækin mörg og svo kenna allir krónunni okkar um. Á hún einhvern þátt í fylliríinu? Of lítil segja sumir, aðrir segja að stærðin skifti ekki máli.? Ég held að Evran verði fljótt of lítil fyrir okkar útrásarvíkinga og þess vegna eigum við að nota bara gullið ómengað, þá yrði nú borin tilhlíðileg virðing fyrir íslensku bossonum. Flott að fá útborgað í Únsum af gulli.  Eða 30 gullpeninga á viku tryggt heimsmarkaðsverði, annað dugar ekki. Þá myndi snarlega fjölga  gullteinóttum jakkafötum, sko alvöru.  Húsnæðis verð er allt of hátt hér á landi, húsaskjól er  eitthvað sem allir verða að hafa og því eigum við að fagna því að kanski muni verðlagið  fara lækkandi, hver veit? Vonum það besta!!!!!! 

Skráðu athugasemd