Við Inga fórum til Spánar í 3 vikur, nú í maí 2008 og vorum þar í góðu yfirlæti hjá bróðir mínum Vigfúsi ( Ninna)og Svanhildi (Svönsu) konu hans.

Færum við þeim bestu þakkir fyrir að hafa veitt okkur þær bráð skemmtilegu stundir sem við áttum saman.

Af þessu tilefni setti ég saman smá ferðasögu   sem má líka syngja   undir t.d. laginu     Fyrr var oft í koti kátt….

Hefst nú frásögn í grófum dráttum.

Oft þótti í koti kátt,  —  Carlosar og Glóru,   —  Þegar Inga hló svo hátt,  —   Hafsteinn týndi tóru.

Þá var fjör í flestum hér,  –Fjörðungunum góðu.  –Svona lagað líkar mér,– lifa’ í lista móðu.

Hátíð var þá höfðum bíl,  –hlýjan vind um vanga,  –Romm og kók í réttum stíl,–rímuð ljóðin ganga.

Svansa oftast stýrði vel,–skipun gaf hann Ninni.– Vegavalið nú ég tel,  –verið eftir mynni.

Vinstri fótinn verkja fór,  –voða illa kvalinn,–allur bólginn,  illa stór,– ilin blá og marin.

Þriðja degi þótti nóg. — Þú skalt fara’ í lækni.  –Af heilsugæslu hent var þó,  –út, af vottorðs tækni.

Þarna sat ég góða stund,  –sár og niður brotinn,  –Inga sýndi ljúfa lund,  –leit sinn niður lotinn.

Gylltan staf í skal ég ná,  –Svansa þar með hlaupin,–og á næstu Kína krá,  –kella gerði kaupin.

Nú hófst stafa ganga stíf,  –sjúka löpp til ama.– Haltra svona’ er hundalíf,  –Habba ei til frama.

Inn í lyftu liðið fór, –laus við stiga þrepin. — Kvennmannslæknar einum kór, –komu að þukkla drepin.

Karl þar spjörum klæddur úr.  –Konan þvílíkt fögur !–Upp á bekk mér breyddi úr.  –Bláar dreymdi sögur.

Mynda takan tókst mjög vel,– af miðju, hlið og framan. –Ég það held og handviss tel,  –þær hafi haft af gaman.

Sársauka ei lengur sveið. –Slíkt var sálar tetrið.  — Í fangi þeirra  fljóða leið, –sem fræga smáa letrið.

Til að staulast ei með staf, –sent var eftir Bjössa,  –hann í Bensann botn í gaf,  –og benti´ okkur á Össa.

Fjórða degi flatur lá, –fjörugt kyngdi töflum. –Kvalinn frá höfði oný tá, –hreint að ganga’ af göflum.

Sungu öll hin einum kór, –Inga, Svansa’ og Ninni, –Svona fyrir hetju fór, –í fyrstu göngu sinni.

Tók nú hetjan heljarstökk, –haltur ei skal ganga, –Rommflaska í einu hrökk, –oný hetju anga.

Tekið hef ég titti tvo ,–tuskað til si sona. –Féll um fjöður,  sagði svo,  — Sofna vil ég — kona.

Komin út í kerlingin, –Kvöl er okkar hinna. –Syndir heilann hellinginn, –Hafsteins skömm og Ninna.

Hér við höfum haft það gott, — Hafsteinn og hún Inga, — Aldrei séð einn skugga vott,– samvist engan þvinga.

Fylltu á glasið gæskan mín,–gættu’ að úr ei hellist. –Þar við liggur listin þín,–ef lurinn ekki fyllist.

Þegar að lokum líða fer,–og leikur senn á enda.–Vor með verk sín bjóða mér, –og verðugt verk á benda.

Þakka fyrir mína’ og mig,– og mikla þolin mæði.– Stolt af Svönsu,–elskum þig,–sitthvort eða bæði.

                  Þannig var það nú og vorverkin í garðinum hafin og minn vinstri fótur orðinn jafngóður hinum.  Öllum.

Svo verða einhverjar myndir á síðunni úr þessari ferð.

2 athugasemdir við “Spænskar flugur.”
  1. Haraldur segir:

    Jæja kallinn fékkstu svo í vitlausa löppina (vinstri). Hefðir átt að fá meiri guðaveigar í þá löpp svo hún hefði orðið til friðs. Gaman að þessari vísu, haltu áfram.
    Kv Halli

  2. Gloría og Carlos segir:

    Já þá var kátt í kotinu hjá Gloríu og Carlos. En bara svona til gamans. Við skruppum á læknastofuna í gær og viti menn, þar var komin í ramma uppá vegg mynd af einum skanka Hafsteins Reykjalín. Hann virtist óttalega umkomulaus og visinn að sjá. En svona án gamans ertu ekki betri í honum? Salud!

Skráðu athugasemd