Gamlar færslur höfundar

Nú er heimasíðan mín loksins komin í lag, svo að hver sem er getur skoðað og/eða skemmt sér við að eyða tíma í að skoða. Hún hefur legið niðri í um 1 ár og á þeim tíma hef ég verið að fikta við annað hobbý, tónsmíðar og texta gerð.
Tónsmíðar.
Ég hef aldrei lært á hljóðfæri í skóla, bara spilað eftir eyranu og sjálfmenntaður, en nú lét ég verða af því og er byrjaður í tónlistarnámi hjá Tónheimum.
Á síðasta ári.
hef ég gert 18, lög ýmist við texta eftir mig eða aðra svo og verið að hressa upp á lög og texta sem ég gerði þegar ég var 25 ára. Ég var ekki sáttur við að sjá þetta allt geymt og gleymt ofan í skúffum þar sem enginn sá. Ég var svo heppinn í Okt.2009, að kynnast frábærum útsetjara og skólastjóra Lúðrasveitar Kópavogs, Össuri Geirssyni sem hefur útsett öll mín nýjustu lög og fært þau á nótur, þannig að þau eru aðgengileg þeim er vilja skoða..
Málverk. 23.01.2011.
Nú er ég að undir búa nokkur málverk sem eiga að fara á samsýningu sem félag Frístundamálara heldur í Víkinni. Sjóminnjasafni Rvk. Sýningin opnar 12.feb. ’11 og stendur í tvær vikur.
Þetta er þá í 12. sinn sem ég set upp sýningu. Bara gaman.

Comments 1 athugasemd »

Í nóv 2009 ákvað ég að koma þremur lögum sem ég hafði gert fyrir mörgum árum ásamt textum  i spilanlegt form þ.e. á disk, áður en ég bara gleymdi þeim , svo að ég talaði við Össur Geirsson tónlistamann sem skrifaði upp lögin og textana á nótur og settist ég svo niður og samdi þrjú í viðbót þannig að nú var komið efni á CD- disk 6 lög sem hann útsetti á 12 vegu og var þá kominn bara þokkalegasta tónlist. Ég nefndi þennan disk ;Ljúfar stundir ; vegna lagavalsins sem á honum eru.  Nú er bara að fá söngvara og flytjendur?. Nú fyrir jólin skrifaði ég nokkra diska og gaf í jólagjöf til ættingja og vina.  Ljóðin nefni ég : Gefðu mér mynd, Ég þig elska og dái, Ó,þvílíkt að vita, Koss á kinn, Já, dönsum og dönsum og Farfuglinn á Kópavogi… Ég á mínar bestu stundir við að sitja og semja á kvöldin eða þegar næði er til og nú eru fleiri að fæðast þessa dagana.     P.S.  Eins gott áður en ég verð sjötugur 1. Apr.í vor.      

Comments Engar athugasemdir »

21.nov.´09 opnaði Félag frístundamálara ( alls 20 aðilar) málverkasýningu í Kirkjukvoli á Akranesi. Opnun fór fram kl. 1500  þar sem mættir voru um 90 gestir, léttar veitingar voru í boði og þar kynnti  ég (Hafsteinn Reykjalín) 5 ný lög eftir mig, sem spiluð voru á meða á sýningunni stóð.  Ekki var annað að sjá en að gestir væru hinir ánægðustu enda sýningin mjög fjölbreytt. Sýningarlok verða 14 des. Sjón er sögu ríkari.

Comments Engar athugasemdir »

Það er sól í sálu minni,

sæll og glaður vakna ég.

Örmum þétt í návist þinni,

þú mér vísar réttan veg. 

____

,,Öll við þráum, ást og hlýju,

auðvelt verður allt að nýju.

Oft þarf bara koss á kinn,

kæri elsku vinur minn.

____

Þó að stundum stormur næði,

syng ég þetta lag til þín.

Þá er eins og yfir bæði,

yndislega sólin skín.

___

Öll við þráum…

 

Ef að syrtir að í sálu,

styðjum þá hvort annað vel.

Sem á köldu svelli hálu,

höfuðsmiðnum okkur fel.

___

Öll við þráum…..

Comments 2 athugasemdir »

22.Ág.  Félag frístundamálara, þar á meðal ég var með málverkasýningu á Sjóhattinum og í kynningarsal Eldingar við RVK höfn.

Comments Engar athugasemdir »

5. Ágúst 2009 setti ég upp málverkasýningu í Ráðhúsi Dalvíkur i tengslum við Fiskidaginn mikla og stóð hún til 20 ág. Mér fannst hún  lukkast vel og fékk ég ófá komment og góð ummæli þeirra þúsunda sem komu til að sjá. Þetta var bara ævintýralega gaman fyrir mig Tómstundamálarann og uppörvandi.  Bestu þakkir til allra komu gesta.

Svo var ég að bæta nokkrum málverkum við inn á heimasíðuna.

Comments Engar athugasemdir »

Já,  komum seint að kveldi og slappað af til hádegis,  þetta var góð ferð og afslöppun í þessu fríi, mátuleg sól og gola þægilegur hiti 22-26 gr.  Eignuðumst þarna marga góða félaga sem kunnu að njóta lífsins ekki síður en við og einn var hann Hjörleifur, sem var orðinn kolbrúnn, ásamt sinni konu.

Við komuna til Kanarý,  nýkomin á  sólarbekkinn, með stóra krús af Kamparí  og kærkominn golu trekkinn.

Í kolbrúnann ég Hjörleif sá, með konu sinni á bekknum. Í makindum þar latur lá, ljúflingur úr bræðrahlekknum. 

Ég átti afmæli 1. apr. brottfarardaginn svo að ég  hélt smá upp á það þarna  við sundlaugabarinn daginn áður og bauð öllum upp á kampavin sem mér sýndist bara líka fjári vel og uppskar ótal kossa og lof viðstaddra sem sögðust myndu sakna mín mjööög.     Þetta er lífið………….

   —

Comments Engar athugasemdir »

Við Inga ætlum að skella okkur til Canarý og hlaða batteríin áður en vorverk í garðinum byrja og enda á því að halda upp á afmælið 1. Apríl í háloftunum. Skál fyrir öllum á jörðu niðri.

Comments Engar athugasemdir »

20. jan setti ég upp sýningu á 12 málverkum í kaffistofu frímúrara við Skúlagötu Rvk. sú sýning mun standa út mars.  

8. -19. Janúar var ég með sýningu á 15 olíumálverkum í Sjáfstæðissalnum að Hlíðarsmára 19 í Kópavogi.

Comments Engar athugasemdir »

Við hjónin fórum í 4 ra vikna afslöppun í október en erum nú komin til starfa heima. Við erum alsæl með nýja forsetann Obama, eins og mér fannst allir í Summitborg vera og gátum því snúið afslöppuð heim í heiðar dalinn.                               Enn hvað?    Þá var allt orðið vitlaust hér á Islandi,  ja, það verður ekki friðvænlegt hér á næstunni.     Hættum þessu Evru stagli og tökum strax upp DOLLAR.

Comments 1 athugasemd »