Gamlar færslur höfundar

Ég er búinn að vera í Eden yfir helgina og hef haft gaman af, stöðugt rennirí af fólki til að skoða og þó nokkur málverk seld, sem er bara gott og er ég þakklátur fyrir það, meira að segja 2 og 3 um sum málverkanna.  Björk er ennþá óseld.

15.sept.  Nú er sýningunni lokið og seldar 12 myndir,sem ég er mjög stoltur af  og þakka ég fyrir frábærar undirtektir

og vona að allir hafi gert góð kaup og njóti þeirra.  Síðasta myndin seldist þegar að ég var að taka sýninguna niður.

Næsta sýning verður í kaffistofu Frímúrara í Frímúrarahúsinu Skúlagötu í jan. og feb. 2009.

Comments Engar athugasemdir »

Málverkasýning mín  á 42 olíumálverkum stendur nú yfir í Eden Hveragerði frá 30. ágúst og mun standa í tvær vikur eða til 14. sept.    Í lok 2. dags höfðu 90 manns skráð sig í gestabók og 2 málverk selst.  Vel sáttur við það.               Takk, takk.      

Upplagt að skreppa í Eden því ;

Eden á sér enga líka. 

 Æfintýri má þar sjá.

  Stutt að fara,–komd’u að kíkja.

   Komdu til að sjá og fá. 

 Ylmandi kaffi, kökur og ís.

  Komdu í blómanna paradís.

                               Gaman að sjá sem flesta.  Allir velkomnir.

Comments Engar athugasemdir »

Ég setti upp sýningu á 33 olíumálverkum í salnum á Gömlu Borg 9. ágúst til 17. ágúst

Þetta voru fjölbreytt sýnishorn  af  verkum  sem ég hef gert síðustu ár.

Það er líka  notalegt að fá hlýlegar og hvetjandi umsagnir frá vinum, gestum og gangandi og  fyrir það þakka ég kærlega.  

Comments 1 athugasemd »

Við fórum í veiðiferð í Vatnsdalsá silungasvæðið ásamt bráð skemmtilegum hópi fólks og var líf og fjör í veiðinni og hjá hópnum í heild sinni. Veiði með betra móti 1. 17 punda lax,1. 9 punda og 1. 6 sex punda nýgenginn sjó urriði, ásamt tugum af smærri bleikjum. Veðrið var alveg frábært alla dagana.      

Comments Engar athugasemdir »

Strax og ég kom frá Spáni setti ég upp  sýningu í Sjónarhóli (Gleraugnaverslun) í Hafnarfirði en hún stendur til 30. maí.

Ég kom þar fyrir 14 olíu málverkum sem er svona smá sýnishorn af því sem ég hef málað. Mjög margir hafa haft samband við mig.

Comments Engar athugasemdir »

Við Inga fórum til Spánar í 3 vikur, nú í maí 2008 og vorum þar í góðu yfirlæti hjá bróðir mínum Vigfúsi ( Ninna)og Svanhildi (Svönsu) konu hans.

Færum við þeim bestu þakkir fyrir að hafa veitt okkur þær bráð skemmtilegu stundir sem við áttum saman.

Af þessu tilefni setti ég saman smá ferðasögu   sem má líka syngja   undir t.d. laginu     Fyrr var oft í koti kátt….

Hefst nú frásögn í grófum dráttum.

Oft þótti í koti kátt,  —  Carlosar og Glóru,   —  Þegar Inga hló svo hátt,  —   Hafsteinn týndi tóru.

Þá var fjör í flestum hér,  –Fjörðungunum góðu.  –Svona lagað líkar mér,– lifa’ í lista móðu.

Hátíð var þá höfðum bíl,  –hlýjan vind um vanga,  –Romm og kók í réttum stíl,–rímuð ljóðin ganga.

Svansa oftast stýrði vel,–skipun gaf hann Ninni.– Vegavalið nú ég tel,  –verið eftir mynni.

Vinstri fótinn verkja fór,  –voða illa kvalinn,–allur bólginn,  illa stór,– ilin blá og marin.

Þriðja degi þótti nóg. — Þú skalt fara’ í lækni.  –Af heilsugæslu hent var þó,  –út, af vottorðs tækni.

Þarna sat ég góða stund,  –sár og niður brotinn,  –Inga sýndi ljúfa lund,  –leit sinn niður lotinn.

Gylltan staf í skal ég ná,  –Svansa þar með hlaupin,–og á næstu Kína krá,  –kella gerði kaupin.

Nú hófst stafa ganga stíf,  –sjúka löpp til ama.– Haltra svona’ er hundalíf,  –Habba ei til frama.

Inn í lyftu liðið fór, –laus við stiga þrepin. — Kvennmannslæknar einum kór, –komu að þukkla drepin.

Karl þar spjörum klæddur úr.  –Konan þvílíkt fögur !–Upp á bekk mér breyddi úr.  –Bláar dreymdi sögur.

Mynda takan tókst mjög vel,– af miðju, hlið og framan. –Ég það held og handviss tel,  –þær hafi haft af gaman.

Sársauka ei lengur sveið. –Slíkt var sálar tetrið.  — Í fangi þeirra  fljóða leið, –sem fræga smáa letrið.

Til að staulast ei með staf, –sent var eftir Bjössa,  –hann í Bensann botn í gaf,  –og benti´ okkur á Össa.

Fjórða degi flatur lá, –fjörugt kyngdi töflum. –Kvalinn frá höfði oný tá, –hreint að ganga’ af göflum.

Sungu öll hin einum kór, –Inga, Svansa’ og Ninni, –Svona fyrir hetju fór, –í fyrstu göngu sinni.

Tók nú hetjan heljarstökk, –haltur ei skal ganga, –Rommflaska í einu hrökk, –oný hetju anga.

Tekið hef ég titti tvo ,–tuskað til si sona. –Féll um fjöður,  sagði svo,  — Sofna vil ég — kona.

Komin út í kerlingin, –Kvöl er okkar hinna. –Syndir heilann hellinginn, –Hafsteins skömm og Ninna.

Hér við höfum haft það gott, — Hafsteinn og hún Inga, — Aldrei séð einn skugga vott,– samvist engan þvinga.

Fylltu á glasið gæskan mín,–gættu’ að úr ei hellist. –Þar við liggur listin þín,–ef lurinn ekki fyllist.

Þegar að lokum líða fer,–og leikur senn á enda.–Vor með verk sín bjóða mér, –og verðugt verk á benda.

Þakka fyrir mína’ og mig,– og mikla þolin mæði.– Stolt af Svönsu,–elskum þig,–sitthvort eða bæði.

                  Þannig var það nú og vorverkin í garðinum hafin og minn vinstri fótur orðinn jafngóður hinum.  Öllum.

Svo verða einhverjar myndir á síðunni úr þessari ferð.

Comments 2 athugasemdir »

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Nú fer í hönd skemmtilegasti tíminn á Íslandi, með bjartar nætur og fólk út um allar grundir, í allt frá tjöldum og upp í einbýlishús á hjólum. Hækkandi verðlag fer að leggjast með meiri og meiri þunga á almenning. Ljúft  og skemmtilegt eyðslufyllirí er á enda, enn menn greinir á um hvernig lendingin verður, mjúk eða brot. Vísustu menn hafa spáð allt að 30 % verðfalli á íbúðaverði á næstu misserum. Svona fréttir ættu að gleðja landann, og ungafólkið sem fer að kaupa sýna fyrstu íbúð, ætti að dansa  af kæti, en umræðan er öll á annan veg,  eins og allt sem lækkar sé af hinu illa og áhrifamenn í bisness berjast á móti lækkunum og að þær megi verða, það setji svo marga á hausinn. Verður það ekki að kallast sjálfskapar víti og óráð  þeirra sem gengu með bros á vör út frá bönkunum með 40-150 milljónir til húsnæðiskaupa og bættu við Landcruser og fellihýsi, snjósleða og kerru og margt fleira en ekki mikið hugsað til afborgana þegar sá tími kæmi. Bankarnir ,þ.e.a.s. stjórar þeirra, hafa farið offari svo og útrásarfyrirtækin mörg og svo kenna allir krónunni okkar um. Á hún einhvern þátt í fylliríinu? Of lítil segja sumir, aðrir segja að stærðin skifti ekki máli.? Ég held að Evran verði fljótt of lítil fyrir okkar útrásarvíkinga og þess vegna eigum við að nota bara gullið ómengað, þá yrði nú borin tilhlíðileg virðing fyrir íslensku bossonum. Flott að fá útborgað í Únsum af gulli.  Eða 30 gullpeninga á viku tryggt heimsmarkaðsverði, annað dugar ekki. Þá myndi snarlega fjölga  gullteinóttum jakkafötum, sko alvöru.  Húsnæðis verð er allt of hátt hér á landi, húsaskjól er  eitthvað sem allir verða að hafa og því eigum við að fagna því að kanski muni verðlagið  fara lækkandi, hver veit? Vonum það besta!!!!!! 

Comments Engar athugasemdir »

12.04  Slóst í ferð með 20 vel búnum jeppum í dagsferð um Bláfjalla svæðið. Bráð skemmtilegt fjölskyldufólk og einstaklingar sem langaði að sjá hvað bjóða mætti tækinu í torfæruakstri (og margir þurftu að taka fram skóflu og dráttartóg,)  enn ekki síst að njóta góða veðursins og sólarinnar, þetta var þægileg ferð, afslöppuð og góður laugardagur. Takk fyrir mig. 

Comments 1 athugasemd »

Ég tók mér frí frá akstri þessa helgi og bauð Ingu út á 101 Hotel að borða fórum svo í leikhús og sáum Sólarlandaferð svo á Næstabar og komum heim um miðnætti, tókum ekki sjens á neinni bílaleiguröð. Laugardaginn upp kl 0900 og á góða Ekvador kynningu .  Eftir hádegi tók ég sonarson minn Svavar Trausta með í jeppaferð um Hengilssvæðið og tók hann margar góðar myndir, þar sem afinn var að sýna honum hvernig hann var 17 ára að  leika sér. Hann er með ljósmyndadellu og er bara efnilegur  það er það sem hann ætlar að læra að verða bestur í.                                                 Sunnudagur vaknað snemma í logni og sól , hringdi í Dolla mág minn ,(fyrrum forsetabílstjóra) viltu koma á fjöll? Já, sagði Dolli og við drifum okkur á stað austur á Þingvöll ,Lyngdalsheiðina og stefnan sett á Skjaldbreið , en eftir því sem lengra leið upp hlíðar hennar því þyngra varð færið og endaði með því að við urðum að snúa við þar sem farið var að sjóða á v8 unni. Hölluðum okkur þá að nestinu ,Hituðum okkur kakó og nutum æðislegs útsýnis yfir vort fagra Ísland, í logni og sól.  Auðvit komum við dauðuppgefnir í bæinn sólbrendir og alsælir.  

Comments Engar athugasemdir »

Inga fór til Katrínar og Bjarna í New York ,sem fóru með alla fjölskylduna til Canada, Niagrafossa og í mikið vatnsæfintýraland.    Ég fékk konu til að keyra bílinn fyrir mig því ég ætlaði að leika mér á mínum Willýs inn á hálendi enn það var ekki nógu gott veður svo að ég fór stuttar ferðir á Föstudaginn langa á  Heiðinahá og þar í kring  og á laugardaginn á  Hengilsvæðiðið  í góðu veðri og færi.  Þá lætur maður eins og 17 ára og endaði með því að ég sleit sundur bremsurör að framan en gat blindað það, svo bremsurnar  virkuðu í lagi að aftan, svo brotnaði hjöraliðskross og síðast festist framdrifið, þá var gott að hafa driflokurnar, þannig að ég varð að hætta að leika mér og fara heim fyrr en ég ætlaði og nú er bara að leggjast undir Willann og hefja viðgerðir.  Auðvita á maður ekki að stökkva svona á Willýs ´47.  Þetta var samt þræl gaman.   4.5 metrar.

Comments 4 athugasemdir »